Fiskistofa í Hafnarfirði, þar sem starfa um 12 manns, verður flutt norður og fylgja henni þeir af þessum starfsmönnum sem það kjósa. Ekki tokst höfundi að fá kostnaðaráætlun fyrir flutninginn - sagt að hún hefði ekki verið gerð. Ástæða þessa flutnings er ekki af faglegri nauðsyn heldur hluti af byggðastefnu með tilvísun í samstarfssamning Sjálfstæðis- og Framsóknar-manna í ríkissjóð. "Markmiðið" mun vera að styrkja atvinnulífið á landsbyggðinni.

 

Hvað má byggðastefna kosta?

 

Löngu er ljóst að einungis einn starfsmaður - forstjórinn sjálfur - hefur ákveðið að flytja með stofnuninni. Aðrir munu ekki vilja þekkjast þetta boð, eiga enda heimili sín hér fyrir sunnan, svo og ættingja og börn. Börnin eiga skólavist og vini sína á þessu svæði - sem þau hafa alist upp á. Forstjórinn flytur því einn norður, væntanlega með fjölskyldu sína.

 

Stofnunin sem ma. er skipuð sérfræðingum, þarf því væntanlega að þjálfa upp 12 Akureyringa og ríkissjóður að taka þá sem eftir sitja á atvinnuleysisbætur. Ekki liggur fyrir kostnaður við flutninginn sjálfan og leigu eða kaup á húsnæði á Akureyri. Þá er höf. ekki kunnugt um hvort núverandi húsnæði fiskistofu er í ríkiseigu eða á leigu - etv. á svipuðum kjörum og leiguhúsnæði það sem landlæknir flutti úr, þ.e. rífleg leiga og samningur bundinn í 20 ár. 

 

Þeir sem bera aðstöðu og hag okkar ágæta landlæknis fyrir brjósti má fræða á því að hann hefur flutt í Heilsuverndarstöðina; glæsilega byggingu sem stjórnvöld létu byggja fyrir nokkrum áratugum en seldu til að afla ríkissjóði tekna. Húsnæði landlæknis er því tekið á leigu frá kaupanda byggingarinnar.

 

 

Er reiknivélin biluð?