Kvikmyndir

Kvikmyndir

Hér verða kvikmyndir sem tengjast þjóðfélags- og alþjóða- málum sem ég tel að lesendum finnist áhugaverðar og, oftar en ekki, varpa ljósi á efni sem er til umfjöllunar á vefsíðunni.

FYRSTA MYNDIN heitir nauðgun Evrópu (The Rape of Europe). Hún er gerð af enskum manni, David Hathaway, sem hefur helgað líf sitt kristnu trúboði víða um heim.

Myndin, sem fjallar um breytingar og samruna Evrópu, ber saman sagnfræðilegar staðreyndir og spádóma Biblíunnar.
Hún er með Íslenskum texta, vel unnin og fróðleg öllum þeim sem hafa áhuga á þróun Evrópumála og vilja mynda sér skoðun á þeim og hugsanlegri aðild Íslands.

David Hathaway er sögumaður í myndinni. Hann fer með okkur um Evrópu sýnir okkur byggingar Esb. og fleira merkilegt, fræðir okkur um nokkur þúsund ára gamla spádóma Biblíunnar og tilraunir til að sameina Evrópu undir eina stjórn. Þar eru t.d. nefndir til sögunnar Karla-Magnús, Napoleon og Hitler.

En hver er rótin undir þessari sameiningahvöt? Og er hún af hinu góða eða illa? Hlýðum á David Hathaway.