Um vefsetrið

 

 

Um vefsetrið

 

 

Velkomin á vefsetur mitt landsmenn góðir.

Í greinasafni má lesa safn greina, sem flestar eru eftir mig og fjalla langflestar um þjóðfélagsmál. En hér eru einnig greinar eftir ýmsa þjóðholla einstaklinga sem segja skoðun sína og gefa ábendingar. Þeir hafa allir gefið leyfi sitt til að skrif þeirra yrðu birt.

 

Með greinunum eru, auk mynda af höfundunum, ljósmyndir og annað efni sem ég hef valið til skýringa,  s.s. teikningar, ummæli, og gamlar úrklippur úr fjölmiðlum sem tengjast viðkomandi efni. Margt af því staðfestir heimildir, dagsetningar og hvernig atburðum var lýst.

 

Úrklippur til umhugsunar sýna stöðu mála og skýra eldri mál, hvort okkur hefur miðað í þá átt sem við viljum þokast eða hvort sömu vandamálin eru að hrjá okkur ár eftir ár.

 

Ég vona að lesendur hafi bæði gagn og gaman af að blaða gegnum vefsíður mínar og senda mér nýjar greinar um mikilvæg þjóðfélagsmál.

 

Baldur Ágústsson

baldur@landsmenn.is